Forkeppni í barnaflokki LM 2012 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Magdalena Einarsdóttir   

Í dag fór fram forkeppni í barnaflokki á LM 2012. Fyrir hönd Neista á Blönduósi kepptu Ásdís Brynja Jónsdóttir á Prímus frá Brekkukoti og Sigurður Bjarni Aadnegard á Prinsessu frá Blönduósi. Stóðu þau sig bæði með sóma og óskum við þeim innilega til hamingju með að vera komin upp í milliriðil.

 

Ásdís hlaut einkunnina 8,50 á honum Prímusi okkar og er því í 6.-8. sæti inn í milliriðil. Það var virkilega gaman að fylgjast með hvernig gekk hjá þeim og ekki laust við að það væri dálítill "taugatitringur" hjá eigendum.

Látum myndirnar segja það sem segja þarf.