Graðhestar síðastliðins sumars. Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Magdalena Einarsdóttir   

Líkt og undanfarin sumur höfum við fengið ungfola til afnota úr ræktun Lenu Zielinski. Síðastliðið sumar voru hjá okkur tveir folar, Prinsinn og Flögri frá Efra-Hvoli. Prinsinn er undan Álfi frá Selfossi og Perlu frá Ölvaldsstöðum en Flögri er undan Hugin frá Haga og Pöndru frá Reykjavík. Þeir eru báðir fæddir 2008.

 

Þessir folar eru komnir vel á stað í tamningu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og verður spennandi að fylgjast með þeim í vor og ekki síður spennandi að fá undan þeim.

 

Prinsinn frá Efra-Hvoli.

 

Flögri frá Efra-Hvoli.