Landsmót 2012 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Magdalena Einarsdóttir   

Jæja, nú er landsmóti í Reykjavík 2012 lokið. Það var mjög gaman að vera á landsmóti og sjá þar graðhesta sem við höfum verið að nota standa sig frábærlega vel. Fyrstan má nefna Prinsinn frá Efra-Hvoli sem hafnaði í 10. sæti í flokki 4. vetra stóðhesta.

 

Til að sjá fleiri myndir af Prinsinum melltu HÉR. Höfum til sölu folöld undan Prinsinum. Hægt að sjá þau á síðunni hér til vinstri undir flipanum "Folöld"

 

Næstan má nefna Patrik frá Reykjavík sem hafnaði í 5. sæti í flokki 6. vetra stóðhesta.

Til að sjá fleiri myndir af Patrik smelltu HÉR. Til sölu eru tveir tveggja vetra folar, ógeltir undan Patrik frá Reykjavík.

 

Að lokum Prímus frá Brekkukoti sem hafnaði í 12. sæti í barnaflokki ásamt knapanum Ásdísi Brynju Jónsdóttur. Þau hlutu lokaeinkunnina 8,43, þar af 8,74 fyrir tölt.

Til að sjá fleiri myndir af Prímusi og Ásdísi smelltu HÉR.

Annars er Prímus til sölu og geta áhugasamir haft samaband hér á síðunni undir flipanum "Hafa samband" eða hringt í Pétur í síma 897-3392.