
Til sölu
Hrossarækt
Folöld
Mynd augnabliksins

Laxárdalur |
Þann 18. september s.l. var farið í stóð- og fjársmölun á Laxárdal. Í tuttugu ár hafa áhugamenn haft tækifæri til að taka þátt í smalamennskunni, eða réttara sagt ríða niður Laxárdalinn og fylgjast með smölun. Lagt var af stað frá Strjúgsskarði um kl: 10:00 í fylgd með Valgarði Hilmarssyni sem er sérlegur ferðamanna-gangnastjóri. Veður var mjög gott, kalt en lygnt og heiðskírt. Talið er að þátttakendur að þessu sinni hafi verið um 300 talsins.
Um kl: 14:00 var komið að Kirkjuskarði en þar er girðing sem skilur að afréttina á Laxárdal og byggðina þar fyrir neðan. Við girðinguna er rétt þar sem stóðinu er safnað saman og hvílt áður en haldið er síðasta spölinn. Í Kirkjuskarði er nú orðin góð aðstaða fyrir þátttakendur og gangnamenn en þar er t.d. hægt að kaupa léttar veitingar.
Að vanda var sungið undir dyggri stjórn Skarphéðins Einarssonar.
Yndislegt að á í fallegu veðri og gá til fjalla og gangnamanna.
Eins og sést á þessari mynd var margt um manninn og gaman að spjalla
Hægt er að sjá allar myndirnar með því að smella HÉR
|
Ýmsar myndir
Videohornið
Tenglar
